Vefurinn hefur á undanförnum árum náð fótfestu sem sjálfgefið viðmót á hugbúnaði. Enterprise lausnir hafa gjarnan vefviðmót, bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Á síðari árum hafa snjallsímalaunsir bæst við. Við það hefur orðið skýrari skil milli viðmóts og bakenda, með forritaskilum - API.
Í þessum fyrirlestri skoðum við framsetningarlagið - Presentation Layer Design og hvernig við getum hannað forrit fyrir þetta lag. Skoðuð eru ýmis munstur og það helsta er eitt það frægasta í hugbúnaðargerð: Model View Controller.
Við skoðum einnig Play framework en það er ramminn sem við notum til að forrita.